Frumraun Amöndu í ETU þríþrautarkeppni í dag

Frumraun Amöndu í ETU þríþrautarkeppni í dag

4 August 2018 15:00

Amanda Marie Ágústsdóttir keppti í dag í ETU Baltic Championship sem fram fór í Kupiskis í Litháen og þreytti þar með frumraun sína í Elite flokki.

8 konur voru mættar til leiks í Kupiskis og keppt var í sprett vegalengd (750 m sund, 20 km hjól og 5 km hlaupi). Hlýtt var á íslenskan mælikvarða en lofthiti var um 27 gráður ásamt vatnshita, sem þýddi sundlegg án blautbúnings. Sundið gekk vel hjá Amöndu og var hún með 4. besta sundtímann. Hins vegar lenti hún í erfiðleikum í skiptingu yfir á hjól og missti í kjölfarið af hópnum og hjólaði öftust. Hjólaðir voru 5 hringir sem innihéldu krappar brekkur og hlaupnir voru tveir 2,5 km hringir, einnig á hæðóttri braut. Amanda lauk keppni á tímanum 1:14:41 og hafnaði í 8. sæti.

Nánari úrslit hér: https://www.triathlon.org/results/result/2018_panevezys_etu_triathlon_baltic_championships/321752


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 7. August 2018 kl: 14:36 af Hákon Hrafn Sigurðsson