Um Íslandsmet í þríþraut

Um Íslandsmet í þríþraut

16 ágúst 2018 20:00

Þríþrautarsamband Íslands vill koma því á framfæri að sambandið skráir ekki Íslandsmet í þríþraut í neinum vegalengdum.

Erlend þríþrautarsambönd skrá ekki landsmet enda gilda mjög strangar reglur um skráningu landsmeta í íþróttagreinum þar sem keppt er um tíma. Þær reglur snúast um staðlaðar aðstæður til þess að hægt sé að bera saman tíma hjá einstaklingum á milli móta og ára. Mjög erfitt er að útbúa brautir sem eru t.d. nákvæmlega 1500m sund, 40km hjól og 10km hlaup (þó það sé oftast reynt) og því augljóst að hægt er að ná betri tíma í braut sem er 1400m/38/9,4km heldur en í braut þar sem lágmarksvegalengd er náð í öllum greinum. Hinsvegar er hægt að tala um besta tíma sem náðst hefur í ýmsum keppnum en það verða aldrei skráð Íslandsmet. Það skal ítrekað að þessu er ekki beint gegn neinum ákveðnum einstaklingum sem eiga góða tíma í ýmsum vegalengdum þríþrautarinnar heldur einungis sett fram til útskýringar á umræðu sem kemur upp reglulega.


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 17. ágúst 2018 kl: 01:37 af Hákon Hrafn Sigurðsson