Þríþrautardagur unglinga 2023

Þríþrautarsamband Íslands verður með kynningardag á þríþraut

18.06. 2023 fyrir unlinga á aldrinum 13 til 19 ára

Þríþraut er fjölbreytt og skemmtileg íþrótt sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.

Tilgangur þríþrautardagana er að kynna þríþraut og greinarnar þrjár fyrir þátttakendum með skemmtilegum og fjölbreyttum æfingum við allra hæfi. Allir eru velkomnir óháð fyrri reynslu og getu í greinunum þremur.

Auk þríþrautaæfinga þá mun vera lögð áhersla á félagslíf og tengslamyndun á meðal þátttakenda.

Ragnar Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Þríþrautarsambandi Íslands, mun skipuleggja daginn, með skemmtilegum æfingum, ásamt unglingaþjálfurum frá þríþrautarfélögum innanlands.

Þjálfuninni verður skipt niður í hópa eftir aldri og getu hvers og eins í hverri grein fyrir sig.

Dagskrá

Kynningardagurinn byrjar kl. 9:00 og endar ca. kl. 16:00.

Staðsetning: 

18.06.2023 Æfingar fara fram í við Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Boðið verður upp á hádegismat, drykki og snarl sem hentar vel fyrir unga íþróttaiðkendur.

Dagurinn mun enda á skemmtilegum nótum með því að prófa eina stutta þríþraut.

Heildar dagskrá og nánari upplýsingar verður send til þátttakenda með góðum fyrirvara.

Þátttökugjald: 3000 kr.

Skráningarfrestur fyrir:

13 til 19 ára er 16.06.2023 (haldinn 18.06.2023) 

 

Fylgistu með á Instagram @triathloniceland, Facebook síðu Þríþrautarsambands Íslands: https://www.facebook.com/triathlon.is og heimasíðu www.triathlon.is

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi þríþrautardaginn er velkomið að hafa samband við Geir Ómarson, verkefnastjóra Þríþrautarsambandsins, geir.omarsson@triathlon.is eða í síma 6593365.

Skráning

Sund:

Mjög mikil
Mikil
Lítil
Engin

Hjólreiðar:

Mjög mikil
Mikil
Lítil
Engin

Hlaup:

Mjög mikil
Mikil
Lítil
Engin