Lyfjamál

 

Allt íþróttafólk sem heyrir undir sérsambönd innan ÍSÍ heyrir einnig undir lyfjaeftirlit. Það þýðir að iðkandi í þríþraut heyrir undir lyfjaeftirlit og getur verið tekinn í lyfjapróf hvar sem er og hvenær sem er, í eða utan keppni. Lyfjaeftirlit ÍSÍ heyrir undir Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) og hlítir reglum þess, t.d. er varðar bannlistann (WADA Prohibited List).

Íþróttafólk ber sjálft ábyrgð á því að vera upplýst um reglur sem gilda um lyfjamál. Ef íþróttamaður þarf heilsu sinnar vegna að taka inn lyf/efni sem er á bannlista WADA þá þarf viðkomandi að sækja um undanþágu fyrir notkun þess. Skilyrðið fyrir því að slík undanþága sé veitt er sú að ekki sé hægt að notast við önnur lyf/efni sem ekki eru á bannlista. Undanþágueyðublaðið, sem er fyllt út í samráði við meðhöndlandi lækni, má finna hér:

http://lyfjaeftirlit.is/lyfjaeftirlit/undanthagueydublad/

Neysla fæðubótarefna getur verið varasöm og íþróttafólk hefur fallið á lyfjaprófum eftir inntöku mengaðra fæðubótarvara. Gæðaeftirliti í framleiðslu er almennt ábótavant og til eru vörur sem innihalda annað en sagt er í innihaldslýsingu, þær virka ekki sem skildi eða þær eru hreinlega mengaðar. Mælst er til þess að íþróttafólk leiti til fagaðila áður en neysla á fæðubótarefnum hefst.

Ath. sum efni geta verið á bannlista í keppni en ekki utan keppni. Á eftirfarandi slóð má finna gagnagrunn (á ensku) sem segir til um hvort að efnin sem leitað er eftir séu á bannlista WADA: www.globaldro.com

Bannlistinn: 

http://lyfjaeftirlit.is/library/Skrar/Lyfjamal/Althjoda-lyfjareglurnar/International%20Standard%20for%20Testing.pdf?=

Finna má frekari upplýsingar á www.lyfjaeftirlit.is

Síðasta uppfærsla: 8. February 2021 kl: 23:27