Meðlimaskírteini

 

Meðlimaskírteini / Triathlon licence

Meðlimaskírteini er vottun ÞRÍ á að einstaklingur tilheyri sambandinu. Að tilheyra sambandinu er að vera skráð í þríþrautarfélag sem tilheyrir sambandinu. Sé þátttakandi í starfsemi, æfingum og keppni undir sambandinu.

Keppnishaldarar erlendis óska oft eftir þessari staðfestingu sem virkar sem eins konar keppnisleyfi.

Skírteinið er ekki læknisskoðun og kemur ekki í staðin fyrir hana. Einhverjir keppnishaldarar taka þó skírteinið gilt sem læknisskoðun. Að vera með læknisskoðun sem keppnishaldari tekur gilda er á ábyrgð hvers og eins.

Skírteininu fylgja engar tryggingar, svo sem keppnis-, ferða-, slysa-, reiðhjóla-, lífs- og eða örorkutrygging. Tryggingar eru á ábyrgð hvers og eins.
ÞRÍ vill benda á að Sjóvá er samstarfsaðili ÍSÍ og hefur sérhæft sig í og boðið upp á tryggingar fyrir íþróttafólk í keppnum og við æfingar.

Skríteinin má nálgast á ykkar heimsvæði undir Stillingar efst á síðunni og þar inni í Skríteini

Mynd þarf að vera í ágætis gæðum og eins og passamynd. Af andliti og án búnaðar eins og hjálms, sólgleraugna o.s.fr.v.

Gjald fyrir meðlimaskírteini:
einstaklingur skráð í þríþrautarfélag - frítt.
einstaklingur utan þríþrautarfélags - 1.000 kr.

Síðasta uppfærsla: 27. February 2023 kl: 01:56