Afreksstefna

Stjórn ÞRÍ hefur sett eftirfarandi viðmið í afreksstefnu sína fyrir sumarið 2017. Viðmið fyrir 2020 verða birt 15. desember. Viðmiðin eru þau sömu og danska þríþrautarsambandið setti fyrir 20 ára keppendur árið 2017.

Til að keppa í ETU/ITU keppnum í meistarflokki (elite) þarf einstaklingur að standast eftirfarandi lágmarkstíma í sundi og hlaupi:
Hlaup karlar: 5 og 10km: 16:00 og 32:50 og 33:15 sem lágmark.
Hlaup konur: 5 og 10km: 18:40 og 38:10 og 39:30 sem lágmark
Sund karlar: 800m/1500m sundlaug: 9:20 og 17:50 og 18:30 sem lágmark.
Sund konur: 800m/1500m sundlaug: 9:50 og 18:30 og 19:40 sem lágmark.
Dæmi:
Karl hleypur 10km á 33:00 og þarf þá að synda á 17:40.
Kona sem hleypur 10km á 37:00 má vera 19:40 að synda 1500m.

Afreksstefnu ÞRÍ fyrir árið 2017 má finna hér: Afreksstefna fyrir árið 2020 verður birt hér 15. desember 2019.

Stjórn ÞRÍ vinnur að nýjum viðmiðum fyrir árið 2020 sem skiptast í A, B og C lágmörk og lágmörk sem danska þríþrautarsambandið setur fyrir 16-20 ára eru höfð til hliðsjónar. Hægt er að flytja 15 sekúndur með sér úr sundi yfir í hlaupi (einstaklingur sem syndir 15 sekúndum undir lágmarki má vera 15 sekúndum yfir lágmarki í hlaupi). Ná þarf báðum tímum (sund og hlaup) til að teljast hafa náð lágmarki. Sundtímar miðast við 25m laug en tímar úr 50 laug gilda einnig. Hlaupatímar miðast við brautarhlaup í keppni eða löglega mæld götuhlaup (löglega mæld af FRÍ). ÞRÍ getur leyft tíma af æfingamóti sé það tilkynnt fyrirfram að viðkomandi einstaklingur ætli sér að reyna að ná lágmarki á því æfingamóti og brautir löglega mældar. Tímar úr sundhluta þríþrautar í open water gilda ekki en það má senda inn tíma úr sundhluta þríþrautar sem fer fram í sundlaug. Tímar úr hlaupahluta þríþrautar gilda ekki nema að braut sé löglega mæld. 

Keppandi þarf að ná B-lágmarki til að keppa sem Elite fyrir Íslands hönd á ITU mótum. Unglingar (U23) vinna saman með ÞRÍ að hugsanlegum mótum erlendis.

Síðasta uppfærsla: 29. nóvember 2019 kl: 22:21