Afreksstefna

Íþróttamaður, eldri en 23 ára, sem óskar eftir því að vera skráður í keppni á vegum ITU (mót sem eru á dagskrá á www.triathlon.org undir Events) þarf að standast viðmið ÞRÍ um lágmarkstíma í sundi og hlaupi. Lágmarkstímum er skipt upp í A, B og C lágmörk.

Keppandi sem nær A lágmarki öðlast rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á ITU mótum. ÞRÍ styður viðkomandi með greiðslu keppnisgjalda/kostnaðar eftir því sem fjárráð ÞRÍ leyfa og stjórn samþykkir á hverjum tíma.

Keppandi sem nær B lágmarki öðlast rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á ITU mótum en gerir það á eigin kostnað. ÞRÍ skráir ekki keppendur inn á ITU mót í meistaraflokki nema viðkomandi standist B lágmörk.

C lágmörk eru hugsuð fyrir keppendur sem komast ekki inn á ITU mót í gegnum A eða B lágmörk en stefna markvisst í þann hóp. ÞRÍ mun vinna með viðkomandi að því markmiði að standast A eða B lágmörk.

ÞRÍ hefur heimild til að endurnýja keppnisleyfi afreksfólks í meistaraflokki án sérstakra tímamælinga ef árangur viðkomandi í meistaraflokkskeppnum bendir eindregið til framfara viðkomandi í íþróttinni frá þeim tíma er upphaflegt keppnisleyfi hans var samþykkt hjá ÞRÍ.

Ungmenni (undir 23 ára) og unglingar (17-18 ára) vinna saman með ÞRÍ og þjálfurum sínum að þátttöku í alþjóðlegum mótum í samræmi við getu viðkomandi. 

Lágmarkstímar í sundi og hlaupi

Lágmarkstímar (hámarks) fyrir árið 2020 skiptast í A, B og C lágmörk.  A, B og C lágmörkin gilda fyrir 23 ára og eldri. Hægt er að flytja allt að 30 sekúndur með sér úr sundi yfir í hlaup (einstaklingur sem syndir 30 sekúndum undir lágmarki má vera 30 sekúndum yfir lágmarki í hlaupi). Ekki er hægt að flytja tíma úr hlaupi yfir í sund. Ná þarf báðum tímum (sund og hlaup) til að teljast hafa náð lágmarki. Sundtímar miðast við 25 metra laug en tímar úr 50 metra laug gilda einnig. Hlaupatímar miðast við brautarhlaup í keppni eða löglega mælt götuhlaup (löglega mælt af FRÍ). ÞRÍ getur leyft tíma af æfingamóti sé það tilkynnt fyrirfram til ÞRÍ í gegnum tölvupóst að viðkomandi einstaklingur ætli sér að reyna að ná lágmarki á því æfingamóti og braut er löglega mæld. Tímar úr sundhluta þríþrautar í vatni eða sjó (e. open water) gilda ekki en það má senda inn tíma úr sundhluta þríþrautar sem fer fram í sundlaug. Tímar úr hlaupahluta þríþrautar gilda ekki nema að braut sé löglega mæld. Tímamælingar einstaklings skulu vera innan við árs gamlar þegar keppandi leggur þær fram og óskar eftir skráningu. 

Viðmiðunartímar:

Stjórn ÞRÍ hefur sett eftirfarandi viðmið í afreksstefnu sína fyrir árið 2020. Viðmiðin eru þau sömu og danska þríþrautarsambandið setti fyrir 20 ára keppendur árið 2020.

Afreksstefnu ÞRÍ í heild sinni fyrir árið 2020 má finna hér:

Síðasta uppfærsla: 15. desember 2019 kl: 19:02