7. sæti hjá Guðlaugu Eddu í ETU Evrópumótaröðinni í Malmö

7. sæti hjá Guðlaugu Eddu í ETU Evrópumótaröðinni í Malmö

4 August 2018 17:00

Guðlaug Edda Hannesdóttir náði þeim frábæra árangri í dag að hafna í 7. sæti í elite flokki í sterkri þríþrautarkeppni í Malmö.

43 konur voru mættar til leiks en keppt var í sprett vegalend (750 m sund, 20 km hjól og 5 km hlaup). Guðlaug Edda er afar sterk sundkona og leiddi keppnina að loknum sundleggnum og skipting á T1 úr sundi yfir í hjól gekk einnig mjög vel og var hún fyrst út af skiptisvæðinu. Guðlaug Edda hjólaði með fremstu konum og kom önnur inn á T2 skiptisvæðið að loknu hjóli en þar segist hún hafa tapað einhverjum tíma eftir erfiðleika með skóna. Guðlaug háði harða baráttu á hlaupinu og endaði sem áður sagði í 7. sæti á tímanum 01:02:32. Guðlaug Edda fær ekki marga daga í hvíld því að hún keppir einnig á Evrópumeistaramótinu í Glasgow eftir einungis 5 daga.

Nánari úrslit hér: https://www.triathlon.org/results/result/2018_malmoe_etu_sprint_triathlon_european_cup


Hákon Hrafn Sigurðsson