
31 July 2025 16:53
Fjórða bikarmót ársins Norðurljósasprettþrautin var haldin við Hrafnagil við Akureyri sl. helgi.
Eins og vanalega var frábært veður fyrir norðan hægur vindur og um 15 stiga hiti og má segja kjöraðstæður fyrir góða tíma.
Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir Breiðabliki sigraði kvennaflokkinn örugglega á tímanum 1:07:45. Önnur var nýbakaður Íslandsmeistari í götuhjólreiðum Sara Árnadóttir Ægi á tímanum 1:13:36 og þriðja var svo Brynja Dögg Sigurpálsdóttir Ægi á tímanum 1:16:53 sem varð Íslandsmeistari í Ólympískri þraut fyrr í mánuðinum.
Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson Breiðabliki örugglega á tímanum 58:32, annar varð Geir Ómarsson Ægi á 1:04:57 og þriðji varð Ingvar Þór Bjarnason einnig úr Ægi á tímanum 1:07.34.
Eftir keppni skelltu keppendur sér svo í Skógarböðin og margir enduðu frábæran dag á Kaleo tónleikum í Vaglaskógi.
Glæsileg keppni í alla staði hjá Norðurljósunum og grenilega mikil gróska í þríþrautinni fyrir norðan.
Geir Ómarsson