11 December 2025 14:55
Kæra þríþrautarfólk og allir sem hafa áhuga á barna- og unglingaþjálfun í þríþraut.
Þríþrautarsamband Íslands býður upp á ókeypis þjálfaranámskeið sem miðar að því að styðja og efla unglingaþjálfun í íþróttinni. Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á starfi með börnum og unglingum, hvort sem þú ert foreldri, iðkandi, kennari eða þjálfari.
Engar sérstakar faglegar kröfur eru gerðar, einungis jákvætt viðhorf og áhugi á að stuðla að skemmtilegu og uppbyggilegu starfi.
Námskeiðið byggir á Active Skills for Life (ASfL) frá British Triathlon og veitir trausta undirstöðu í þjálfun barna og unglinga með fræðilegum og skemmtilegum hætti.
Skipulag námskeiðs
Námskeiðið skiptist í tvo hluta:
1. Bóklegur hluti (fjarnám):
Byrjar 5. janúar 2026 og tekur u.þ.b. 3 klst.
2. Verklegur hluti:
Haldið 4. febrúar 2026, kl. 17:30–21:00
Staðsetning: ÍSÍ fundarsalur B og hlaupabraut Laugardalshallar
Mæting: Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Til að fá full réttindi þarf að ljúka báðum hlutum námskeiðsins.
Skráning
Skráning og nánari upplýsingar:
https://forms.office.com/e/wpG1y07CuB
Hér er 10 mínútna upplýsingamyndband sem fer yfir helstu atriði námskeiðsins.
Hafðu endilega samband ef þú vilt vita meira eða þarft frekari upplýsingar.
Bestu þríþrautarkveðjur,
Ragnar Guðmundsson
Verkefnastjóri unglingastarfs
Þríþrautarsamband Íslands
Sími: +45 2226 5204
Tölvupóstur: ragnar@triathlon.is
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 11. December 2025 kl: 14:57 af Geir Ómarsson
