
4 August 2025 21:44
Valerie Maier úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og formaður Þríþrautarsambandsins tók um helgina þátt í hálfum járnmanni í Kraków í Póllandi (Ironman 70.3 Kraków).
Valerie gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn aldursflokk 55-59 ára örugglega. Með árangrinum vann Valerie sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í hálfum járnmanni í Nice í Frakklandi á næsta ári.
Geir Ómarsson