13 November 2025 15:12
Uppskeruhátíð Þríþrautasambands Íslands fór fram í húsakynnum ÍSÍ í gærkvöldi.
Á hátíðinni var farið yfir keppnisárið, veitt verðlaun fyrir árangur sumarsins og tilkynnt hverjir hlytu nafnbótina þríþrautarfólk ársins. Einar Sigurjónsson hélt jafnframt fræðandi kynningu um norsku æfingaaðferðina.
Þríþrautarfólk ársins 2025 eru Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir úr Ægi. Sigurður sigraði í öllum mótum sem hann tók þátt í á árinu og varð jafnframt Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut. Þetta er í áttunda sinn sem hann hlýtur titilinn. Brynja var stigahæst í bikarkeppninni og varð Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut í fyrsta sinn. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem hún er útnefnd þríþrautarkona ársins.
Nýliðar ársins voru Ásdís Birta Alexandersdóttir úr Breiðabliki og Sölvi Jónsson úr Ægi. Ásdís varð efst kvenna í stigakeppninni og Sölvi efstur karla. Þau voru bæði að keppa á sínu fyrsta ári og stóðu sig frábærlega.
Sjálfboðaliðar ársins voru Margrét Magnúsdóttir og dómarar ÞRÍ. Dómarateymið hefur unnið óeigingjarnt og mikilvægt starf fyrir þríþrautina árum saman og sinnt bæði dómgæslu og fjölbreyttum sjálfboðastörfum innan sambandsins og aðildarfélaga.
Stjórn ÞRÍ þakkar Margréti og dómurunum fyrir ómetanlegt og oft á tíðum krefjandi starf.
Stigakeppni einstaklinga
Kvennaflokkur:
1. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir – Ægir
2. Guðlaug Edda Hannesdóttir – Breiðablik
3. Bjarkey Jónasdóttir – Ægir
Karlaflokkur:
1. Sigurður Örn Ragnarsson – Breiðablik
2. Geir Ómarsson – Ægir
3. Stefán Karl Sævarsson – Breiðablik
Stigakeppni félaga:
1. Ægir
2. Breiðablik
3. UFA – Norðurljósin
Bikarmeistarar í aldursflokkum
Í ár voru í fyrsta sinn veitt verðlaun fyrir efsta sætið í stigakeppni aldursflokka.
Konur:
16–17 ára – Silva Sunneva Snædahl Agnarsdóttir (Ægir)
20–29 ára – Bjarkey Jónasdóttir (Ægir)
30–39 ára – Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (Ægir)
40–49 ára – Rúna Rut Ragnarsdóttir (Ægir)
50–59 ára – Karen Axelsdóttir (Ægir)
60–69 ára – Kristín Magnúsdóttir (Breiðablik)
Karlar:
20–29 ára – Ingvar Þór Bjarnason (Ægir)
30–39 ára – Sigurður Örn Ragnarsson (Breiðablik)
40–49 ára – Stefán Karl Sævarsson (Breiðablik)
50–59 ára – Geir Ómarsson (Ægir)
60–69 ára – Trausti Valdimarsson (Ægir)
Þríþrautarsambandið óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með frábæran árangur.
Geir Ómarsson
