Kata Páls með sigur á heimsmeistarmótinu í tvíþraut

Kata Páls með sigur á heimsmeistarmótinu í tvíþraut

15 July 2025 12:59

Katrín Pálsdóttir tók þátt í nýliðnu heimsmeistaramóti í tvíþraut (e. Aquabike) í borginni Pontevedra á norður Spáni. 

Vegalengdirnar í þessari keppni voru 3 km sund í ánni Rio Lérez en að því loknu voru hjólaðir 120 km með rúmlega 1100 metra hækkun. 

Katrín synti á 56 mínútum og 32 sekúndum og hjólaði á 3 tímum og 47 mínútum og 52 sekúndum og gerði sér lítið fyrir og sigraði aldursflokk 40-44 örugglega, við óskum Kötu til hamingju með árangurinn. 


Geir Ómarsson