Unglingastarf - Akureyri

Unglingastarf - Akureyri

27 October 2023 00:00

Síðastliðið haust var Ragnar Guðmundsson fyrrum afreksmaður í sundi og þríþraut ráðinn til starfa til að efla barna- og unglingastarf hjá ÞRÍ. Ragnar hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum og er með mörg verkefni á prjónunum.

Þau verkefni sem Ragnar vinnur að núna er að kynna þríþraut í skólum í samvinnu við viðkomandi bæjarfélög og viðkomandi grunnskóla og framhaldsskóla. Akureyringar hafa sýnt verkefninum mikinn áhuga og nú síðasta var haldinn fræðslufundur fyrir íþróttakennara í sex grunnskólum á Akureyri. Þar var farið yfir helstu hugtökin í þríþraut og hvernig hægt er að bæta þríþraut inn í íþróttkennslu grunnskóla í formi skemmtilegra leikja sem tengjast, sundi, hjóli og hlaupum ásamt skiptiæfingum. Einnig er horft til samstarfs við þríþrautarfélagið Norðurljós og Sundfélagið Óðinn og er aldrei að vita nema að Akureyri verði næsta miðstöð þríþrautar á Íslandi ?  

Það er gaman að nefna að fyrsta Íslandsmótið í þríþraut var einmitt haldið við Hrafnagil í Eyjafirði þann 24. júlí 1990. Birna Björnsdóttir sundkona frá Garðabæ sigraði með yfirburðum í kvennalfokki og skíðagöngumaðurinn Haukur Eiríksson frá Svalbarðseyri sigraði karlaflokkinn eftir mikla baráttu við Jón Huga Harðarson og Einar Jóhannesson. 

Lesa má nánar um málið í grein HÉR í Degi frá 24. júlí 1990.

Mynd: Verðlaunahafar úr fýrsta Íslandsmeistaramótinu í þríþraut 1990 úr Degi og Ragnar með kennsluerindi. 


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 27. October 2023 kl: 10:47 af Geir Ómarsson