
23 August 2022 12:00
Evrópumeistaramótið í þríþraut fór fram í München í síðustu viku. Íslendingar áttu nokkra keppendur í aldursflokkum sem stóðu sig mjög vel en alls tóku 1151 keppandi þátt í aldursflokkakeppninni sem varð sprettþraut að þessu sinni. Nánari úrslit hér.
Á sama tíma fór fram ársfundur þríþrautarsambanda í Evrópu sem forseti ÞRÍ, Valerie Maier sat. Dagskrá var nokkuð hefðbundin með skýrslum stjórnar og nefnda. Svona fundir snúast líka um “networkin”, kynnast starfi hjá öðrum samböndum og ná tengiliðum innan sambandanna. Fundurinn var sérstaklega góður fyrir ÞRÍ þar sem Norðurlöndin funduðu á sérstökum fundi um aukið samstarf þeirra í unglingaflokki, meistaraflokki og í flokki fatlaðra. En það sem var samt markverðast fyrir ÞRÍ var þátttaka í þróunarverkefni þar sem stærri þríþrautarsambönd í Evrópu “taka að sér” ný og smærri sambönd og ÞRÍ fékk breska þríþrautarsambandið sem leiðbeinanda. Þessi tvö sambönd eru búin að funda óformlega en fyrsti formlegi fundur þeirra verður í september.
Sundferð í Ungerebad: frá vinstri Nicky Dick (British Triathlon, Director - Age Group Teams), Martin Breedijk (Netherlands, Vice-President of Europe Triathlon), Andy Salmon, (British Triathlon, Chief Executive Officer), Anette Bruras (President of the Norwegian Federation), Ian Howard (British Triathlon, Vice President of World Triathlon) og Valerie Maier.
Europe Triathlon Annual General Assembly, með Marisol Casado (World Triathlon president) og Renato Bertrani (Europe Triathlon president) í miðjuni
Europe Triathlon Annual General Assembly
Tölfræði um EM
München Olympiapark
Spjall við írsku keppendurnar í aldurflokkum
Íslenski hópurinn við skráninguna
München Olympiapark
Sigurjón og Katrín nýkomin í mark
Hákon Hrafn Sigurðsson
Síðast breytt þann 23. August 2022 kl: 16:24 af Hákon Hrafn Sigurðsson