Ársþing Alþjóðaþríþrautarsambandsins

Ársþing Alþjóðaþríþrautarsambandsins

3 December 2022 10:00

Ársþing Alþjóðaþríþrautarsambandsins (World Triathlon) fór fram um síðustu helgi í Abu Dhabi á sama tíma og lokamótið.

Valerie Maier, forseti ÞRí, sótti þingið og var það í fyrsta skipti sem hún situr þingið sjálft (en ekki online). Dagskrá var hefðbundin og nefndir skiluðu skýrslum sínum. Helstu umræðumál snérust um transgender keppendur og almenn réttindamál. Keppnisreglur voru uppfærðar og má lesa um helstu breytingar hér en m.a. munu gilda strangari reglur um hlaupaskó á nýju ári.
 
 
Valerie nýtti tímann vel til að vinna í samstarfinu með breska þríþrautarsambandinu en ÞRÍ er þátttakandi í þróunarverkefni þar sem stærri þríþrautarsambönd í Evrópu “taka að sér” ung þríþrautarsambönd og vinna með þeim í að efla þríþraut í sínu heimalandi.
 
 
Valerie með Bill James forseta British Triathlon Federation (BTF) - partnership samband okkar ÞRÍ.
 
 
 
Með Andy Salmon (frá breska sambandinu), Anette Bruras (frá norska sambandinu) og Bill James forseta breska þríþrautarsambandsins (í bakgrunni) að horfa á elite men's keppni.
 
 
 
 

Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 21. December 2022 kl: 11:42 af Hákon Jónsson