16 March 2022 10:00
Ársþing forseta þríþrautarsambanda innan Evrópu fór fram um síðustu helgi á þekktum hjólaslóðum Íslendinga í La Nucia á Spáni.
Dagskrá fundarins stóð yfir í 4 daga og var nokkuð hefðbundin með fyrirlestrum og svo einnig umræðu- og vinnuhópum um einstök mál. Forseti ÞRÍ, Valerie Maier, tók þátt í allri dagskránni sem var áhugaverð og lærdómsrík fyrir ÞRÍ sem ungt samband. Einnig flutti Arild Mjøs Andersen, fráfarandi forseti norska þríþrautarsambandsins erindi þar sem hann talaði um hvernig hægt væri að byggja upp frábært lið með því að velja rétta fólkið í kringum liðið og byggja það upp með langtíma áætlun. Fjölmörg verðlaun voru einnig veitt á þinginu og Kristian Blummenfelt og Georgia Taylor Brown voru valin þríþrautarfólk Evrópu 2022.
Að lokum má minnast á það að mikil stuðningur var meðal allra sambanda við Úkraínu og þríþrautarsamfélagið þar.
Hákon Hrafn Sigurðsson
Síðast breytt þann 16. March 2022 kl: 21:56 af Hákon Hrafn Sigurðsson