28 February 2023 09:00
Sjöunda ársþing ÞRÍ fór fram um helgina í sal Tækniskólans. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum ÞRÍ.
Kolbrún Sigurgeirsdóttir, stjórnarmaður ÍSÍ, ávarpaði þingið og forseti ÞRÍ kynnti ársskýrslu sambandsins. Gjaldkeri fór yfir rekstur síðasta árs sem var mjög traustur ásamt því að kynna rekstraráætlun ársins 2023. Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar á þinginu.
Að lokum var ný stjórn var kosin en aðalmenn eru kosnir til tveggja ára og því þarf ekki að kjósa nýja stjórn á hverju ársþingi. Nú var kosið um tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og voru Sveinn Símonarson og Margrét J. Magnúsdóttir sjálfkjörin. Fyrir í stjórn (kosin í fyrra til tveggja ára) eru Valerie Maier (forseti), Margrét Ágústsdóttir (gjaldkeri) og Sædis Jónsdóttir. Varamenn í stjórn til eins árs voru kjörin Hildur Andrjesdottir, Katrín Pálsdóttir og Ragnar Fjalar Sævarsson. Á meðfylgjandi mynd er ný stjórn samankomin en Sædís var fjarverandi.
Hákon Hrafn Sigurðsson
Síðast breytt þann 13. March 2023 kl: 10:03 af Geir Ómarsson