
31 March 2025 13:05
Níunda ársþing Þríþrautarsambands Íslands (ÞRÍ) fór fram um helgina í húsakynnum ÍSÍ. Dagskrá var hefðbundin samkvæmt lögum ÞRÍ.
Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, ávarpaði þingið og Valerie Majer forseti ÞRÍ kynnti skýrslu stjórnar fyrir árið 2024. Geir Ómarsson framkvæmdastjóri ÞRÍ fór yfir rekstur síðasta árs ásamt því að kynna rekstraráætlun ársins 2025. Engar lagabreytingar lágu fyrir þinginu þetta árið.
Að lokum var ný stjórn kosin en aðalmenn eru kosnir til tveggja ára og því þarf ekki að kjósa nýja stjórn á hverju ársþingi. Nú var kosið um tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og voru Elíabet Einarsdóttir og Hörður Sigurðarson sjálfkjörin. Fyrir í stjórn (kosin í fyrra til tveggja ára) eru Valerie Maier (forseti), Ragnar Fjalar Sævarsson og Jón Axelsson. Varamenn í stjórn til eins árs voru kjörnar Sirrý Hallgrímsdóttir, Katrín Pálsdóttir og Rósfríð Kristín Áslaugsdóttir.
Einnig voru formenn nefnda kosnir.
Siðanefnd: Ingi Poulsen
Dómaranefnd: Margrét Magnúsdóttir
Mótanefnd:Jose Jorge
Fræðslu- og útbreiðslunefnd:Grischa Liebel
Afreksnefnd:Sigurður Örn Ragnarsson
Á meðfylgjandi mynd er ný aðalstjórn ÞRÍ samankomin en Elísabet var fjarverandi.
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 1. April 2025 kl: 15:47 af Geir Ómarsson