Fannar Þór í 2. sæti í Ironman 70.3 Warsaw

Fannar Þór í 2. sæti í Ironman 70.3 Warsaw

6 September 2021 13:00

Fannar Þór Heiðuson keppti í gær í Ironman 70.3 Warsaw en um er að ræða keppni í hálfum járnmanni.

Fannar hefur verið á mikilli siglingu undanfarið í styttri keppnum í Noregi en býr og æfir þar með Tönsberg þríþrautarfélaginu. Þetta var fyrsta skipti sem hann keppti í hálfum járnmanni en Fannar er einungis 21 árs gamall. Fannar synti 1900m á 29:08, hjólaði 90km á 2:12:45 og hljóp svo hálft maraþon á frábærum tíma, 1:17:36 og heildartími hans með skiptingum var 4:04:04 sem skilaði honum í 2. sæti í aldursflokki 18-24 ára og 18. Sæti af öllum þátttakendum (547). Þetta er jafnframt 3. besti tími Íslendings í hálfum járnmanni frá upphafi.


Hákon Hrafn Sigurðsson