Framboð óskast

Framboð óskast

10 February 2023 00:21

Þríþrautarþing 25. febrúar 2023

Sjöunda þríþrautarþing fer fram laugardaginn 25. febrúar 2023

Á síðasta þingi, 26. febrúar 2022, voru kosin í aðalstjórn til tveggja ára

Valerie Maier, forseti
Margrét Ágústsdóttir, aðalstjórn
Sædís Jónsdóttir, aðlstjórn

og í varastjórn til eins árs

Margrét J. Magnúsdóttir, varastjórn
Arnór Ásgeirsson, varastjórn
Rún Friðriksdóttir, varastjórn

- Auglýst er eftir framboðum í stjórn ÞRÍ -

Tvö sæti í aðalstjórn til tveggja ára

Þrjú sæti í varastjórn til eins árs

 

Nefndir á vegum ÞRÍ eru:

Dómaranefnd, hefur umsjón með, dómaramálum og öllum reglum þeim tengdum, efri stigum dómarafræðslu og útgáfu á mótareglum í þríþraut.

Fræðslu- og útbreiðslunefnd, hefur umsjón með stefnumótun í fræðslumálum og námskeiðahaldi innan íþróttahreyfingarinnar.  Sinnir ráðgjafahlutverki og útbreiðslu í samvinnu við stjórn ÞRÍ og aðrar nefndir sambandsins. Er ráðgefandi um verkefni, æfingar,  keppnishald, annast upplýsingamiðlun og almannatengsl.

Afreksnefnd, hefur leiðbeinandi hlutverk gagnvart afreksstefnu ÞRÍ.  Nefndin skipuleggur og annast störf í samræmi við afreksstefnu og aðgerðaáætlun ÞRÍ á sviði afreksmála.

Mótanefnd

Mótanefnd vinnur með langtímaskipulag keppnishalds í þríþraut og útgáfu mótaskráar.

Siðanefnd, tekur við og fjallar um erindi sem nefndinni berast og beitir lausnarmiðuðum leiðum við að leysa úr þeim ágreiningi sem kemur upp hverju sinni.  Nefndin hefur heimild til að úrskurða um réttmæti erindis með hliðsjón af lögum og siðareglum ÞRÍ. Siðanefnd sinnir eftirfylgni með úrskurðum og er æskilegt að a.m.k 1 nefndarmaður sé með lögfræði menntun.  Siðanefnd er ráðgjafaraðili og leiðbeinir stjórn ÞRÍ, félagsmönnum og sambandsaðilum um siðamál.

 

Framboð sendist á aðalnetfang Þríþrautarsambandsins fyrir fimmtudaginn 23. febrúar - info@triathlon.is


Hákon Jónsson

Síðast breytt þann 14. February 2023 kl: 12:48 af Hákon Jónsson