Geir Ómarsson ráðinn í hlutastarf verkefnastjóra

Geir Ómarsson ráðinn í hlutastarf verkefnastjóra

6 January 2023 08:00

Geir Ómarsson hefur verið ráðinn í hlutastarf verkefnastjóra hjá Þríþrautarsambandi Íslands og mun hann hefja störf í næstu viku.

Geir þarf vart að kynna fyrir íslensku þríþrautarfólki en hann hefur stundað þríþraut í rúm 10 ár með frábærum árangri auk þess að vera yfirþjálfari hjá þríþrautardeild Ægis en félagið varð bikarmeistari á síðasta ári. 

Helstu verkefni Geirs felast m.a. í samskiptum innanlands og erlendis, skýrsluvinnu, umsjón með skráningum, umsjón með samfélagsmiðlum, verkefni tengd mótahaldi og þátttaka í stefnumótum og einstökum verkefnum innan ÞRÍ. Aðspurður sagðist Geir vera spenntur fyrir starfinu en hann sjálfur hefur mikinn áhuga á allri tölfræði í kringum sportið og mikinn vilja til að stækka íþróttina á Íslandi. ÞRÍ býður Geir velkominn til starfa.

Hákon Hrafn Sigurðsson