Góð mæting í Kópavogsþríþrautina

Góð mæting í Kópavogsþríþrautina

14 May 2024 06:46

Fyrsta þríþrautarkeppni ársins, Kópavogsþríþrautin fór fram um helgina en þetta var í 20. skiptið sem keppnin er haldin. 110 þátttakendur voru skráðir til leiks og luku 103 keppni og fjölgaði keppendum um 25% á milli ára sem er gleðiefni. Sérstaklega var gaman að sjá fjölgunina í unglingaflokkum en 20 þátttakendur voru yngri en 20 ára. 

Sigurvegari í kvennaflokki var Kristín Laufey Steinadóttir Ægi og er þetta í fyrsta skipti sem hún sigrar keppnina, önnur varð Katrín Pálsdóttir SH og bronsið tók Sædís Jónsdóttir Ægi. Í karlaflokk sigraði Sigurður Örn Rangarsson úr Breiðablik, annars varð Geir Ómarsson Ægi og þriðja varð Hákon Hrafn Sigurðsson Breiðablik. Þetta var í 9. skiptið í röð sem Sigurður sigraði keppnina.

Næsta keppni fer fram í Hafnarfirði 26. maí nk. en þar er keppt í hálf Ólympískri þraut sem er 750m sund, 20km hjól og 5 km hlaup.

https://timataka.net/kopavogsthrithrautin2024/


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 14. May 2024 kl: 06:47 af Geir Ómarsson