Guðlaug Edda 3. í Sarasota

Guðlaug Edda 3. í Sarasota

14 March 2021 00:00

Guðlaug Edda keppti í Sprettþraut í Florida (Sarasota-Bradenton) í gær.

Keppnin var álíka sterk og um síðust helgi og að þessu sinni náði Guðlaug Edda 3. sæti sem er frábær árangur. Keppnin byrjaði mjög svipað og um síðustu helgi. Vittoria Lopes og Guðlaug Edda komu fyrsta upp úr vatninu og höfðu smá forskot á hjólinu til að byrja með en að þessu sinni lokaði hópur númer tvö bilinu á hjólinu þannig að þær voru um 12-14 stelpur sem byrjuðu hlaupið saman og því ljóst að keppnin yrði gríðarlega spennandi. Það var Gina Sereno sem hljóp hraðast (16:41) og sigraði á heildartímanum 55:49. Sandra Dodet varð 2. á tímanum 56:01 (hlaup á 17:05) og Guðlaug Edda hljóp gríðarlega vel á tímanum 17:17 og náði með því 3. sæti á heildartímanum 56:11. Sannarlega glæsilegtur árangur og sýnir að úrslitin um síðustu helgi voru engin tilviljun.


Hákon Hrafn Sigurðsson