Guðlaug Edda á Ólympíuleikana

Guðlaug Edda á Ólympíuleikana

4 June 2024 11:39

Guðlaug Edda Hannesdóttir tryggði sér í liðinni viku þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París 2024.

Við erum óendanlega stolt af Guðlaugu og verður þetta í fyrsta skipti sem að Ísland á þátttakanda í þríþraut á Ólympíuleikum en fyrst var keppt í þríþraut á Ólympíuleiknum í Sydney árið 2000. 

Keppnin mun fara fram miðvikudaginn 31. júli og verður synt í ánni Signu, hjólað um stræti Parísaborgar meðal annars hinni frægu Champs-Élysées og þar sem hlaupaleiðin mun einnig liggja. 

Þetta verður stór dagur fyrir okkar unga þríþrautarsamfélag og hvetjum við alla til að fylgjast með þann 31. júlí næstkomandi.


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 4. June 2024 kl: 11:40 af Geir Ómarsson