12 July 2018 18:00
Eins og fram hefur komið áður í dag þá vann Guðlaug Edda Hannesdóttir til gullverðlauna á heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða Þríþrautarsambandsins (ITU) á Fjóni í Danmörku. Þetta er stærsti sigur sem íslenskur þríþrautarmaður hefur unnið en Guðlaug keppti í tvíþraut (e. Aquathlon) sem samanstendur af 1km sundi og 5km hlaupi og er oft nefnd Marbendill.
Eins og fram hefur komið áður í dag þá vann Guðlaug Edda Hannesdóttir til gullverðlauna á heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða Þríþrautarsambandsins (ITU) á Fjóni í Danmörku. Þetta er stærsti sigur sem íslenskur þríþrautarmaður hefur unnið en Guðlaug keppti í tvíþraut (e. Aquathlon) sem samanstendur af 1km sundi og 5km hlaupi og er oft nefnd Marbendill. Hún varð önnur upp úr vatninu (tími 12:16) en þar voru fremstu stelpurnar mjög jafnar. Hún byggði upp forskot jafnt og þétt í hlaupinu (tími 18:11) og kom í mark á tímanum 31:15 og varð 48 sek á undan Hannah Kitchen frá Bretlandi sem varð önnur. Vida Medic frá Serbíu kom svo 14 sek á eftir í 3. sæti. Keppnin er hluti af ITU Multisport leikunum sem byrjuðu um síðustu helgi. Keppt hefur verið í ýmsum öðrum tegundum innan þríþrautar heldur en hefðbundinni þríþraut, t.d. Duathlon sem samanstendur af 10km hlaupi, 40km hjólreiðum og 5km hlaupi. Á laugardag verður síðasti keppnisdagur en þá verður keppt í Aquabike og Long distance.
Þessi sigur setur Guðlaugu Eddu og Ísland rækilega á þríþrautarkortið en áhersla hennar er stigasöfnun fyrir Ólympíuleikana 2020. Guðlaug Edda hlaut styrk hjá Ólympíusamhjálpinni í maí en lenti svo í slysi í þríþrautarkeppni í júní og fékk heilahristing. Hún hefur lent í ýmsum hremmingum í keppnum síðustu 3 árin en nær alltaf að ná 100% fókus fljótt aftur eins og þessi sigur í dag sýnir svo sannarlega.
Nánari úrslit hér - https://www.triathlon.org/results/result/2018_fyn_itu_aquathlon_world_championships/322735
Hákon Hrafn Sigurðsson
Síðast breytt þann 6. August 2018 kl: 21:17 af Hákon Hrafn Sigurðsson