Guðlaug Edda í 35. sæti á lokamóti Alþjóðaþríþrautarsambandsins

Guðlaug Edda í 35. sæti á lokamóti Alþjóðaþríþrautarsambandsins

25 November 2022 00:00

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í dag á lokamóti Alþjóðaþríþrautarsambandsins en keppt var í ólympískri þríþraut í Abu Dhabi. 

Lokamótið er 7. og síðasta mótið í heimsmeistaramótaröðinni og einungis stigahæstu þríþrautarkonur heims komast inn á mótið. Guðlaug Edda var með rásnúmer 47 af 68 þríþrautarkonum sem stungu sér til sunds sér en raðað er eftir styrkleika. Syntir voru tveir 750m hringir og fyrri hringurinn gekk mjög vel hjá Guðlaugu en á seinni hring lenti í hún í mjög harðri baráttu við aðra þríþrautakonu en sú fékk að lokum 15 sekúndna tímavíti fyrir þá framkomu. Guðlaug dróst því aðeins aftur úr í sundinu en náði að hjóla í hóp með 13 öðrum sem voru í sæti 45-57 meirihlutann af hjólaleggnum. Guðlaug Edda hélt sinni stöðu mjög vel á hjólinu, nærði sig vel og kældi eins mikið og hægt var en mjög heitt var í keppninni sem fór fram um miðjan dag. Hlaupið gekk síðan mjög vel og Guðlaug endaði í 35. sæti á móti allra sterkustu þríþrautarkonum heims. Sigurvegari og heimsmeistari varð ólympíumeistarinn Flora Duffy. Guðlaug Edda náði að keppa í fjórum stigamótum af 7 og endaði númer 64 í heildarstigakeppninni sem er jafnframt langbesti árangur hennar í þessari sterkustu mótaröð heims í þríþraut. 

https://triathlon.org/results/result/2022_world_triathlon_championship_finals_abu_dhabi/560517

Mynd: @wags.photo


Hákon Hrafn Sigurðsson