15 May 2021 21:00
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í nótt í Yokohama í World Triathlon mótaröðinni sem er fyrsta stigakeppnin síðan í mars 2020.
Keppnin var gríðarlega sterk enda margar stelpur í stigasöfnun til að komast inn á Ólympíuleikana. Guðlaug Edda varð í 35. sæti af 57 sem hófu leik og verða það að teljast góð úrslit. Hún hækkaði um 5 sæti á úrtökulistanum fyrir ólympíuleikana. Keppnisvegalengdin var ólympísk og Guðlaug Edda synti á 19:50, hjólaði á 1:00:15 og hljóp svo á 37:48 en hún á við smá meiðsli að stríða á hlaupinu. Heildartími með skiptingum var 1:59:25. Taylor Knibb vann á tímanum 1:54:27.
Hákon Hrafn Sigurðsson