Guðlaug Edda með sigur í Clermont

Guðlaug Edda með sigur í Clermont

6 March 2021 00:00

Guðlaug Edda keppti í dag í sprettþraut i Clermont í Flórída.

Keppnin var á dagskrá bandaríska þríþrautarsambandsins og var nokkuð sterk en meðal keppenda voru tvær  þríþrautarkonur sem eru á topp 30 á heimslista World Triathlon (Guðlaug Edda númer 113). Guðlaug Edda gerði sér lítið fyrir og vann keppnina á tímanum 58:20,6 og var nærri hálfri mínútu á undan næstu konu. Keppnin þróaðist þannig að Guðlaug Edda og Vittoria Lopes (æfingafélagi Guðlaugar í vetur) náðu 15-20 sek forskoti í sundinu og áttu svo góða skiptingu yfir í   hjólalegginn. Þær hjóluðu tvær saman með smá forskot á næst hóp fyrir aftan en í honum voru 11 þríþrautarkonur. Hjólaleggurinn var 20km og náðu þær að bæta örlítið við forskotið áður en hlaupið byrjaði. Guðlaug var svo sterkari en Vittoria í hlaupinu og náði að hrista hana af sér eftir um 1km og hljóp örugg í fyrsta sæti í mark. Hún kláraði 5km hlaupalegg á 17:10. Sannarlega frábær úrslit hjá Guðlaugu og hún mun dvelja áfram í Florita og keppa í Sarasota um næstu helgi í keppni sem var stigakeppni hjá WorldTriathlon en mun því miður ekki gefa stig þetta árið vegna Covid. 


Hákon Hrafn Sigurðsson