24 September 2024 11:00
Við Íslendingar áttum þrjá glæsilega fulltrúa á heimsmeistaramóti kvenna í Ironman sem haldið var í Nice í Frakklandi um liðna helgi.
Keppnin var söguleg að því leiti að þetta var í fyrsta skipti sem að konurnar berjast um heimsmeistaratitil í þessari erfið braut.
Keppnin hófst á 3800 metra sundi í Miðjarðarhafinu en hitastig sjávar var undir 22°C og því var leyfilegt að synda í blautbúningi en nokkur alda var þegar að sundið fór fram.
180 kílómetra hjólabrautin í Nice er talin vera ein sú erfiðasta af öllum Ironman keppnunum en uppgefin hækkun í brautinni er um 2.427 metrar en jafnframt er brautin mjög krefjandi tæknilega þegar að haldið er niður. Aðstæður á hjólinu voru nokkuð krefjandi í ár en það blés nokkuð hressilega auk þess sem það var nokkuð kalt uppi í fjöllunum.
Hlaupið er svo meðfram hinni frægu strandlengju Promenade des Anglais í Nice og er það flatt en hitastig var þægilegt á keppnisdegi.
Ásta Reynisdóttir Parker sem keppti í aldursflokki 50-54 ára náði bestum tíma íslensku keppendana. Ásta var í 72. sæti eftir sundið en vinnur sig upp í hjólinu og endar á glæsilegu hlaup og vinnur sig upp um 21. sæti og endar í 51. sæti.
Tímar Ástu
Sund: 1:19:48
Hjól: 7:11:27
Hlaup: 4:09:32
Heildartími: 12:55:13
Kristín Laufey Steinadóttir sem keppti aldursflokki 40-44 ára, átti glæsilegt sund á 1:06:33. Kristín hjólaði svo á rúmlega 8 tímum hljóp loks á 5 tímum rúmum, en Kristín hafði verið að glíma við hnémeiðsli og hafði því lítið getað hlaupið í aðdraganda keppni en Kristín gefst aldrei upp klárað glæsilega þrátt fyrir sársauka eftir 6-7 km hlaup.
Sund: 1:06:33
Hjól: 8:02:19
Hlaup: 5:04:00
Heildartími: 14:28:45
Kristín Magnúsdóttir keppti í flokki 65-69 ára. Kristín synti á 1:27:14, hjólaði á 8 tímum og 58 mínútum og tók svo maraþonið á 5 tímum og 14 mínútum. Glæsilega gert hjá Kristínu sem endaði í 12. sæti í sínum flokki.
Sund: 1:27:14
Hjól: 8:58:52
Hlaup: 5:14:45
Heildartími:15:58:14
Við óskum stelpunum öllum innilega til hamingju með glæsilegan árangur í þessari erfiðu keppni.
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 24. September 2024 kl: 11:07 af Geir Ómarsson