11 October 2023 00:00
Glæsilegur hópur Íslendinga tók nýverið þátt í heimsmeistaramótinu í þríþraut í Pontevedra á norður Spáni.
Þrjár útfærslur af þríþraut voru í boði. En hægt var að keppa í tveimur greinum.
Ofursprettþraut:
300 metra sund
7 km hjól
1,6 km hlaup
Tvíþraut sund-hjól:
1500 metra sund
40 km hjól
Olympísk þraut:
1500 metra sund
40 km hjól
10 km hlaup.
Fyrst íslenskra kvenna var Elísabet Einarsdóttir á tímanum 2:42:08 en Beta varð í 19. sæti af 43 keppendum í sínum flokki.
Hraðastur íslenskra karla var Kári Steinn Kjartansson á tímanum 2:24:16. Þess má geta að Kári var þriðji í sínum flokki eftir sundið. Hann er með bakgrunn úr sundi en er nýbyrjaður í þríþraut og hefur sýnt miklar framfarir á stuttum tíma. Fylgist vel með honum á næstu árum.
Það var álit íslenska hópsins að brautin hafi verið einstaklega skemmtileg en ansi krefjandi en synt var í á en hjóla- og hlaupaleiðir voru með töluverðri hækkun, um 600 metrar á hjól og 160 í hlaupi.
Árið 2024 verður keppnin haldin í Malaga á Spáni þann 17-20 október.
Fleiri myndir má sjá á Fésbókarsíðu þrírautasambandsins.
Úrslit í aldursflokkum má finna hér og tvíþraut hér:
Úrslit í atvinnumannaflokki má finna hér:
Mynd: Golli
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 11. October 2023 kl: 10:29 af Geir Ómarsson