Heimsmeistarmótið í vetrarþraut 2025

Heimsmeistarmótið í vetrarþraut 2025

24 February 2025 21:55

Heimsmeistaramótið í vetrartvíþraut og þríþraut fór fram í bænum Cogne í Ítölsku Ölpunum um helgina.

Keppt var í ýmsum greinum þar sem að sundinu er skipt út fyrir skíðagöngu.

Í atvinnumannaflokki í þríþraut voru farnir tveir hringir þar sem byrjað va rá 2 km hlaupi svo voru hjólaðir 4 km og svo endað á 4 km skíðagöngu.

Í tvíþraut hvar hjólinu sleppt en þar voru tveir hringir af 2 km hlaupi og 4 km skíðagöngu.

Valerie Majer formaður Þríþrautarsambands Íslands tók þátt í tvíþraut þar sem byrjað var á 6 km hlaupi og skipt svo yfir í 12km gönguskíð. Valerie gerði sér lítið fyrir og var í örðu sæti í flokki 55-59 ára. 

Elsti keppandinn á mótinu var Reinhold Wolter frá Þýskalandi en hann fæddist árið 1936 sem sýnir að það er ennþá nægur tími til að byrja að æfa :-).

Nánari úrslit í þríþrautinni má finna hér:

https://triathlon.org/events/2025-world-triathlon-winter-championships-cogne/results/673768

og tvíþraut hér:

https://triathlon.org/events/2025-world-triathlon-winter-duathlon-championships-cogne/results/673705

 


Geir Ómarsson