Heimsókn Fredericia Triathlon Klub

Heimsókn Fredericia Triathlon Klub

15 November 2023 10:18

 

 

Öflugt unglingastarf í heimsklassa

 

Ragnar Guðmundssón þróunarstjóri barna- og unglingastarfs ÞRÍ fór í október sl. í heimsókn til Fredricia Triathlon klub í Danmörku til að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í unglingaþjálfun.

Félagið er með um 280 meðlimi þar af um 40 unglinga. Félagið var stofnað árið 1991 og árið 2003 var stofnuð unglingadeild innan félagsins.

18 þjálfarar eru í félaginu og eru þeir allir sjálfboðaliðar. Unglingarnir æfa 3-4 sinnum í viku og skipta þjálfararnir með sér æfingum, en á hverri æfingu er 1 yfirþjálfari ásamt 1-2 foreldrum sem aðstoða. Æfingahópurinn er á aldrinum 12-18 ára og byrjar og endar hópurinn allar æfingar saman.

Foreldrastarfið er mjög öflugt í Fredricia og styðja þau vel við félagið og skiptast á að koma með drykki og léttar veitingar eftir hverja æfingu.

Félagið er í samstarfi við sundfélagið í Fredricia sem sér um sundþjálfun unglingana en áhersla á æfingunum er á tækni, létta leiki sem tengjast þríþraut og að hafa gaman fyrst og fremst.

Félagið hafur alið af sér margt öflugt þríþrautarfólk þar á meðal Andreas Schilling sem keppti á ólympíuleikunum 2016 og núna Alberte Kjær sem stefnir á leikana 2024.

Þarna fer fram unglingastarf sem greinilega er að skapa þríþrautafólk í fremstu röð.


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 15. November 2023 kl: 10:19 af Geir Ómarsson