19 December 2023 16:25
Ragnari Guðmundssyni þróunarstjóra barna og unglingastarfs hjá ÞRÍ var á dögunum boðið í heimsókn til Breska þríþrautarsambandsins til að kynna sér „Active Skills for Life“ þjálfunaraðferðina. Aðferðafræðin byggir á að skapa meiri áhuga á þríþraut meðal barna og unglinga á aldrinum 7-16 ára á skemmtilegan hátt með blöndu af íþróttum, leikjum og kennslu.
Sjá nánar hér:
www.britishtriathlon.org/active-skills-for-life
Í ferðinni tók Rangar þátt í æfingu hjá Belvoir Junior Tri Club og fékk þar þjálfun í að stýra æfingu og halda námskeið þar sem þessari aðferðafræði er beitt. Aðferðafræðin miðar að því að hafa hæfileika barna og unglinga i fyrirrúmi, þannig að krakkarnir geta gert leikina og æfingarnar eftir þeirra eigin getu og á eigin forsendum.
Í janúar nk. mun Ragnar síðan kynna Active Skills for Life fyrir þjálfurum og áhugafólki um þríþraut hjá þríþrautarfélögum á Íslandi til að búa til góðan grunn fyrir barna og unlingastarf á Íslandi. Áhugsömum er bent á að hafa samband við Ragnar í ragnar@triathlon.is eða Þríþrautarsamband Íslands í info@triathlon.is .
Þess má geta að breska þríþrautarsambandið hefur aðstoðað ÞRÍ unanfarið ár í uppbygginu á þríþrautarstafi á Íslandi.
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 19. December 2023 kl: 16:28 af Geir Ómarsson