6 May 2024 15:07
Hjördís Ýr Ólafsdóttir SH náði um helgina besta tíma íslenskrar konu í hálfum járnmanni í hálfum í keppni í Feneyjum á Ítalíu. Hjördís kláraði því keppnina á 4 tímum 55 mínútum og 27 sekúndum og bætir þar með besta tíma íslenskrar konu um rúma mínútu en Hjördís átti sjálf fyrir besta tímann.
Hjördís synti metrana 1900 á rúmum 34 mínútum hjólaði 90 kílómetra á 2 tímum og 33 mínútum sem er meðalhraði upp á rúmlega 35 km/h og hljóp að lokum hálfmaraþon 21km á klukkutíma og 39 mínútum.
Sædís Jónsdóttir Ægi keppti einnig í sömu keppni og var einungis 2 mínútum á eftir Hjördísi og náði þar með 3ja besta tíma íslenskrar konu í vegalengdinni. Sædís synti einnig á 34 mínútum hjólaði á 2 tímum og 35 mínútum og hljóp svo hálfmaraþonið á 1 klukkutíma og 42 mínútum.
Glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar um helgina og greinilegt að þær verða í hörku formi í sumar.
Geir Ómarsson