Íslandsmótið í Ólympískri þríþraut 2024

Íslandsmótið í Ólympískri þríþraut 2024

8 July 2024 11:37

Íslandsmótið í Ólympískri þríþraut fór fram í blíðskaparveðri um helgina. 

Í keppninni voru syntir um 1500 metrar í Laugarvatni, hjólaðir 40 kílómetrar og hlaupið var svo 10 km. En þetta er eina keppni ársins þar sem ekki er synt í sundlaug. En hitastig vatnsins mældist um 13°C. 

Íslandsmeistari og sigurvegari í kvennaflokki var Kristín Laufey Steinadóttir Ægi á tímanum 2 tímar 26 mínútur og 33 sekúndur, en þetta er jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill Krístínar. Önnur var Brynja Dögg Sigurpálsdóttir einnig úr Ægi á tímanum 2:31:32 og í þriðja sæti var Karolina Trenda úr Breiðabliki á tímanum 2:33:21. 

Í karlaflokki varð Sigurður Örn Ragnarsson Breiðabliki Íslandsmeistari, en þetta var sjöunda árið í röð sem að Sigurður verður Íslandsmeistari í greininni. Sigurður fór brautina á 1 klukkustund 51 mínútu og 9 sekúndum. Annar varð Stefán Karl Sævarsson einnig úr Breiðabliki á tímanum 2:02.31 og þriðji varð Geir Ómarsson úr Ægi á tímanum 2:04.16.

Töluverð aukning var í fjölda keppenda frá því í fyrra og voru um 25% fleiri þátttakendur í ár.

Þríþrautarsambandið þakkar þríþrautardeild Ægis og öllum þátttakendum fyrir glæsilega keppni og síðast en ekki síst öllum  og sjálfboðaliðum sem gerðu það mögulegt að halda keppnina.  


Geir Ómarsson