Íslendingar í Ironman Barcelona

Íslendingar í Ironman Barcelona

12 October 2023 11:27

Það má segja að Íslendingar hafi yfirtekið bæinn Calella rétt fyrir utan Barcelona á Spáni þar sem að keppni fór fram í heilum og hálfum Ironman þann 1. okt sl. 12 íslendingar luku keppni í heilum Ironman en 44 í hálfum Ironman.

Aðstæður voru ansi krefjandi en sterkir straumar voru í sundinu og mikill hiti á hjóli og sérstaklega í hlaupinu. 

Bjarni Jakob Gunnarsson Breiðabliki fór brautina á glæsilegum tíma 9 klukkutímum og 19 mínútum og Rúna Rut Ragnarsdóttir Ægi3 á 13 tímum og 22 mínútum. En þess má geta að hjólabrautin var 4 km of löng þetta árið.

Í hálfum Ironman áttum við Íslendingar tvo á verðlaunapalli en þríþrautagoðsögnin Traust Jarl Valdimarsson Ægir3 sigraði sinn flokk 65-69 með yfirburðum og Kristín Laufey Steinadóttir einnig úr Ægi3 átti glæsilega keppni í flokki 40-44 og endaði í 3ja sæti sem jafnframt var besti tími íslenskra kvenna í keppninni. 

Ungstirnið Finnur Björnsson Ægi3 náði bestum tíma íslenskra karla á 4 klukkutímum og 38 mínútum. 

Ægir3 sigraði stigakeppni félaga í hálfum Ironman og var í 3ja sæti í heilum ásamt því að vera fjölmennasta félagið í keppninni. 

Athugli vakti að furðufuglinn Sveinn Þráinn Guðmundsson setti óstaðfest Íslandsmet í hálfum Ironman í Crocks skóm á 5 klst og 40 mínútum. Já þið lásuð rétt í CROCKS skóm. En hann er fyrsti Íslendingurinn sem hleypur í Crocks svo vitað sé og vonandi sá síðasti líka :-). 


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 12. October 2023 kl: 11:33 af Geir Ómarsson