13 June 2023 11:19
Um 25 Íslendingar lögðu land undir fót og tóku þátt í Ironman Hamburg þann 4. júní sl. og voru þau öll landi og þjóð til sóma.
Trausti Valdimarsson sem tók þátt í sínum 15. jármanni átti sína bestu keppni og landaði hann örðu sætinu í aldursflokki 65-69 ára á 11 klukkutímum og 36 mínútum og var hársbreidd að ná fyrsta sætinu. Trausti synti á 1:17:16 sem var annar besti sundtíminn, hjólaði á 5 tímum og 51 mínútu og hljóp svo eitt stykki maraþon á 4:12:32 sem var besti hlaupatíminn í hans flokki.
Þórunn Margrét Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð þriðja í flokki 50-54 ára á 10 klukkutímum og 46 mínútum. Þórunn eða Tóta eins flestir þekkja hana sem, átti sterkt sund 1 tími og 4 mínútur eins og alltaf, hjólaði á 5 tímum og 35 mínútum og átti síðan mjög sterkt hlaup á 3 tímum og 54 mínútum í 25 stiga hita og sól.
Þau Tóta og Trausti unnu sér bæði inn þáttökurétt á heimsmeistarmótunum í ár sem fara fram á Hawaii (konur) og í Nice (karlar).
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 28. June 2023 kl: 10:50 af Geir Ómarsson