7 May 2023 20:59
Heimsmeistaramót í öðrum tegundum þríþrauta fór fram í vikunni á Ibiza.
Þá er keppt i tveimur óhefðbundnum vegalengdum í þríþraut auk fjallahjólaþríþrautar. Einnig keppt í nokkrum greinum tvíþrauta og í gær fór fram „long distance Aquabike“ í aldursflokkum þar sem fyrst voru syntir 3 km í sjó og svo hjólaðir 116 km.
Katrín Pálsdóttir var fulltrúi Íslands á mótinu og hún gerði sér lítið fyrir og vann alla aldursflokka í þessari grein. Hún synti á tímanum 49 mínútur og 45 sekúndur og hjólaði á tímanum 3 klukkustundir, 23 mínútur og 41 sekúnda. Heildartími hennar með skiptingu var 4 klukkustundir, 18 mínútur og 31 sekúnda og var hún 45 sekúndum á undan næstu konu, Amber Smolik frá Bandaríkjunum. Sannarlega frábær árangur og í fyrsta skipti sem Ísland eignast heimsmeistara í aldursflokki í þríþraut.
Nánari úrslit má finna á https://triathlon.org/results/result/2023_world_triathlon_multisport_championships_ibiza
Hákon Hrafn Sigurðsson
Síðast breytt þann 9. May 2023 kl: 09:47 af Hákon Hrafn Sigurðsson