Keppnir sumarið 2020

Keppnir sumarið 2020

20 April 2020 22:00

  

Stjórn Þríþrautarsambands Íslands hefur fundað með formönnum þríþrautarfélaganna, forsetum ETU og ITU, ÍSÍ og með Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á síðustu vikum.

 

Við höldum áfram að fylgja fyrirmælum, en viljum hvetja iðkendur að halda áfram að æfa  eins og hægt er. Félögin eru tilbúin að halda þríþrautarmót í sumar ef það er leyfilegt. Það stendur til að aflétta ákveðnum höftum 4.maí og vonum við að sundlaugar opnist fljótlega eftir þann tíma.

 

Mótaskrá sumarsins þarf auðvitað að breytast og Kópavogsþraut hefur nú þegar verið frestað um 6 vikur. Ný keppnisdagskrá er með fyrirvara svona:

 

21. júní. Kópavogsþraut (1.bikar)

12. júlí. Sprettþraut HFN (2.bikar)

25. júlí. Hálfur járnmaður Laugarvatni (ÍSLM og 3.bikar)

25. júlí Ólympísk þraut Laugarvatni

16. ágúst. Ólympísk þraut Kjós (ÍSLM og 4.bikar)

29. ágúst. Ofursprettþraut 3N (ÍSLM og 5.bikar)

 

Með fyrirvara þýðir að mótum gæti verið aflýst, það gæti innihaldið að sundstart gæti verið breytt, keppnum verið breytt í tvíþraut (hjól og hlaup), takmörk verða á fjölda keppenda o.s.frv.

 

Um leið er hugsanlegt að reglur um stigakeppni sumarsins muni breytast. Fari svo verður það tilkynnt fyrir fyrsta mót, með eins miklum fyrirvara og unnt er.


Hákon Jónsson

Síðast breytt þann 8. May 2020 kl: 14:59 af Hákon Jónsson