27 April 2022 00:00
?Keppnistímabilið hefst eftir tæpar 2 vikur þegar Kópavogsþríþrautin fer fram í 17. skipti.
Meðfylgjandi er keppnisdagskrá sumarsins. Venjulega er keppt í tveimur flokkum, almennur flokkur og byrjendaflokkur. Bikarkeppni sumarsins er í almenna flokknum og þar fá einstaklingar stig eftir sæti og safna stigum yfir sumarið. Bikarkeppnirnar eru 6 talsins og stig úr 5 keppnum gilda þegar lokastigastaðan er tekin saman. Einstaklingar safna einnig stigum fyrir sitt félag og þar gilda stig úr öllum keppnum. Til þess að keppa í almenna flokknum þarf viðkomandi að vera skráð/ur í þríþrautarfélag en það er ekki krafa fyrir þau sem keppa í byrjendaflokki. Þar er ekki stigakeppni á milli einstaklinga yfir sumarið en einstaklingar sem eru skráðir í þríþrautarfélag fá eitt stig fyrir sitt félag fyrir þátttökuna óháð sæti.
Hákon Hrafn Sigurðsson