Keppnisdagskrá 2022

Keppnisdagskrá 2022

27 April 2022 00:00

?Keppnistímabilið hefst eftir tæpar 2 vikur þegar Kópavogsþríþrautin fer fram í 17. skipti.

Meðfylgjandi er keppnisdagskrá sumarsins. Venjulega er keppt í tveimur flokkum, almennur flokkur og byrjendaflokkur. Bikarkeppni sumarsins er í almenna flokknum og þar fá einstaklingar stig eftir sæti og safna stigum yfir sumarið. Bikarkeppnirnar eru 6 talsins og stig úr 5 keppnum gilda þegar lokastigastaðan er tekin saman. Einstaklingar safna einnig stigum fyrir sitt félag og þar gilda stig úr öllum keppnum. Til þess að keppa í almenna flokknum þarf viðkomandi að vera skráð/ur í þríþrautarfélag en það er ekki krafa fyrir þau sem keppa í byrjendaflokki. Þar er ekki stigakeppni á milli einstaklinga yfir sumarið en einstaklingar sem eru skráðir í þríþrautarfélag fá eitt stig fyrir sitt félag fyrir þátttökuna óháð sæti.

SH vann stigakeppni félaga fyrstu árin eftir að þessu fyrirkomulagi var komið á. Breiðablik vann svo stigakeppnina þrjú ár í röð frá 2017-2019. Árið 2020 vann Ægir stigakeppnina en Breiðablik vann svo aftur í fyrra. Það verður spennandi að sjá hvernig stigakeppni félaga fer í sumar og við hvetjum sem flest til að taka þátt og safna stigum fyrir sitt félag.

Hákon Hrafn Sigurðsson

Aðrar fréttir

Úrslit úr Kópavogsþríþrautinni

8 May kl: 12:00

Keppnisdagskrá 2022

27 April kl: 00:00

Ársþing European Triathlon

16 March kl: 10:00

Tilkynning vegna Úkraínu

4 March kl: 07:00

Ársþing ÞRÍ fór fram í dag

26 February kl: 19:00

Þríþrautarþing 2022

26 January kl: 16:00

Fjölmiðlafulltrúi

2 December kl: 10:54

Uppskeruhátíð ÞRÍ

13 November kl: 22:43

Sáttayfirlýsing

12 November kl: 18:43

Heiðmerkurtvíþraut endurvakin

1 November kl: 04:00

Drög að keppnisdagskrá 2022

29 October kl: 12:00

Tvenn verðlaun í Ironman Barcelona

7 October kl: 00:00

Fyrstu verðlaun Íslendinga á Evrópumeistaramótinu í járnmanni

6 September kl: 20:00

Fannar Þór í 2. sæti í Ironman 70.3 Warsaw

6 September kl: 13:00

Nýr landsliðsgalli

14 June kl: 00:00