12 October 2023 00:00
Við Íslendingar eigum 3 glæsilega fulltrúa á heimsmeistarmótinu í Ironman sem fram fer á Hawaii á laugardaginn nk. Það hefur ekki gerst áður að 3 íslenskar konur keppi saman sem í þessari sögufrægu keppni sem sýnir hversu sterkar íslensku stelpurnar eru ;-).
Hrefna Guðmundsdóttir úr Breiðabliki keppir í flokki 60-64 ára
Þórunn Margrét Gunnarsdóttir úr Ægir3 í flokki 50-54 ára
Katrín Pálsdóttir úr 3SH í flokki 35-39 ára
Keppnin er þekkt fyrir mjög krefjandi aðstæður.
Sundleiðin er ein sú alla fallegasta en synt er í fiskabúri innan um skrautfiska, skjaldbökur, risaskötur og höfrunga. En bannað er að synda í blautbúning þar sem sjórinn er við sundlaugarhita.
Hjólaleiðin nokkuð hæðótt á rennisléttu malbiki en það eru fyrst og fremst aðstæður sem gera hana einstaklega erfiða, þ.e. hitinn, rakinn og ekki síst vindurinn.
Hlaupið er svo engu líkt í kæfandi hita og miklum raka innan um kolsvart hraunið. Hraunið er líklega ennþá heitt eftir eldgosið í Mauna Loa, stærsta eldfjalli heims, fyrr á þessu ári ;-) .
Þær munu hefja keppni milli kl 16:30 og 17:00 að íslenskum tíma. Sækið ykkur Ironman appið og fylgist með hvernig gengur hjá þeim.
Keppninni verður streymt beint á heimasíðu Ironman (Hlekkur: HÉR ) og á Youtube. Hafið poppið klár og fyllið á kolvetnabirgðirnar þetta verður 10-15 tíma veisla.
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 12. October 2023 kl: 09:58 af Geir Ómarsson