Kópavogsþrautin sun 7. maí 2023

Kópavogsþrautin sun 7. maí 2023

7 May 2023 11:00

Keppnistímabilið í þríþraut hófst í dag þegar ofursprettþrautin í Kópavogi fór fram

Þetta var 19. árið í röð sem keppnin fór fram en í henni eru syntir 400m í Kópavogslaug, hjólaðir 4  hringir um Kársnses, samtals 10,5km, og að lokum hlaupnir 3,5km. Þátttakendur voru um 70 í bikarkeppninni og 20 í ungmenna- og byrjendaflokkum. Aðstæður voru ágætar í morgun og góðir tímar náðust í brautinni. Í kvennaflokki sigraði Sara Árnadóttir úr Ægi á tímanum 44 mínútur og 51 sekúndur. Í 2. sæti varð Kristín Laufey Steinadóttir úr Ægi og í 3. sæti varð Ewa Przybyla úr Breiðablik.  Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson á tímanum 34 mínútur og 51 sekúndur, í 2. sæti varð Bjarni Jakob Gunnarsson og í 3. sæti varð Hákon Hrafn Sigurðsson en þeir keppa allir fyrir Breiðablik. Byrjendflokk sigruðu Ulrike Diana Malsch og Kjartan Helgason. Í ungmennaflokki sigruður Ninja Ýr Logadóttir, Lára Hlín Kjartansdóttir, Guðmundur Hrafn Sigurðsson og Tara Ósk Markúsdóttir sína flokka. Í stigakeppni félaga varð Breiðablik efst í karlaflokki og sundfélagið Ægir efst í kvennaflokki og Ægir vann heildarstigakeppnina með 353 stig.

 


Hákon Hrafn Sigurðsson