Laugarvatnsþrautin 24. júní.

19 June 2018 10:00

Ægir3 stendur fyrir sjötta Íslandsmeistaramótinu í ólympískri þríþaut á Laugarvatni  sunnudaginn 24. júní 2018.
Synt í Laugarvatni – Búningaaðstaða og slökun í Fontana.

 

ÓLYMPÍSK ÞRÍÞRAUT – Íslandsmeistaramót
SUND – 1500m/ HJÓL – 40km/ HLAUP – 10 km
Einstaklings- og liðakeppni(boðsveitir)
Keppni hefst kl: 9:00

HÁLF ÓLYMPÍSK ÞRAUT
SUND – 750m/ HJÓL – 20km/ HLAUP– 5 km
Einstaklingskeppni
Keppni hefst kl: 10:00

Skráning:
Í lengri vegalengdinni er bæði einstaklings- og liðakeppni ásamt byrjendaflokki.
Keppnisgjald er 8.500 kr. fyrir einstaklinga en 9.500 kr. fyrir lið (boðsveit).

Í styttri vegalengdinni er eingöngu einstaklingsskráning.
https://www.netskraning.is/laugarvatnsthrithraut/
Skráningu lýkur kl.23.59 miðvikudaginn 20. júní.

Viðbót 12.júní: Keppnishaldarar Laugarvatnsþríþrautar vilja upplýsa að:
1. Hitastigið í vatninu er núna um 12-13 gráður. Það verður svo nánar mælt fyrir keppni og upplýsingar veittar.
2. Það verður heimilt að nota neoprene sokka og neoprene húfu. Utan yfir verður þó að setja sundhettu.
3. Nánari upplýsingar varðandi hvað verður gert ef vatnið er of kalt eða ef lofthiti/vindkæling er óhagstæð er að vænta alveg á næstunni frá ÞRÍ. Við munum strax setja þessar upplýsingar inn þegar þær berast.
3. Hægt verður að krefja keppendur um að fara í utanyfirgalla á hjólinu ef keppnishaldarar meta aðstæður þannig.
4. Tölvupóstur með nánari upplýsingum verður sendur til skráðra þátttakanda daginn eftir að skráningu lýkur.
5. Hjólaleiðin verður með breyttu sniði í ár vegna framkvæmda og verður farið um Lyngdalsheiði.


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 19. June 2018 kl: 23:48 af Hákon Hrafn Sigurðsson