17 October 2023 16:11
Heimsmeistaramótið í Ironman var haldið í bænum Kona á Hawaii þann 14. október sl.
Keppnin var söguleg að því leiti að einungis konur kepptu að þessu sinni en karla keppnin var haldin í Nice í september.
Lucy Charles Barkley varð heimsmeistari í fyrsta skipti eftir að hafa verið fjórum sinnum í örðu sæti og setti brautarmet í leiðinni.
Íslensku stelpurnar stóðu sig frábærlega og settu einnig brautarmet Íslendinga þrátt fyrir mikinn hita og raka.
Þórunn Margrét Gunnarsdóttir (Tóta) úr Ægi3 náði bestum tíma sem íslensk kona hefur náð í Kona 11 tímar og 28 mínútur. Hún synti á 1:05 sem er jafnframt besti sundtími íslenskrar konu í Kona. Hjólaði á 5:58:51 og hljóp á 4:12:21.
Katrín Pálsdóttir (Kata) 3SH fór brautina á 12 tímum og 36 mínútum. En Kata hjólaði á hörku tíma 5:35 sem er besti tími íslenskrar Konu í hjólaleggnum.
Hrefna Guðmundsdóttir Breiðabliki náði frábærum árangri og kláraði á 15 tímum og 50 mínútum en þetta er aðeins önnur Ironman keppnin sem hún tekur þátt í og er jafnframt elsti Íslendingurinn til að klára heimsmeistaramótið, hún er rétt að byrja ;-).
Samantekt: Sund - Hjól - Hlaup - Samtals
Tóta: 1:05:18 - 5:58:51 - 4:12:21 - 11:28:16
Kata: 1:20:10 - 5:35:49 - 5:26:13 - 12:36:49
Hrefna: 1:28:33 - 7:15:50 - 6:46:49 - 15:50:10
Vegalengdir í Ironman eru 3800 metrar sund - 180 km hjól og 42.2 km hlaup.
Við óskum Tótu, Kötu og Hrefnu innilega til hamingju.
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 18. October 2023 kl: 07:57 af Geir Ómarsson