Ólympíusamhjálpin styrkir Guðlaugu Eddu

Ólympíusamhjálpin styrkir Guðlaugu Eddu

25 May 2022 19:00

Næsta stóra markmið hjá Guðlaugu Eddu eru Ólympíuleikarnir í Paris 2024. Nýr úrtakslisti fyrir ólympíuleikana verður til um helgina þegar stigasöfnunartímabilið byrjar en það nær frá 27. maí 2022 til 27. maí 2024 og Guðlaug Edda mun einmitt keppa á laugardaginn á Sardíniu í heimsbikarnum. 

Það að því gríðarlega mikilvægt fyrir hana að hljóta styrk Ólympíusamhjálparinnar en um er að ræða 900 dollara á mánuði fram að leikunum. ÍSÍ gekk frá samningum við 7 íþróttamenn í vikunni frá fjórum sérsamböndum og lesa má nánar um þessa styrkveitingu hér.


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 25. May 2022 kl: 22:34 af Hákon Hrafn Sigurðsson