Ragnar Guðmundsson ráðinn í nýtt þróunarverkefni

Ragnar Guðmundsson ráðinn í nýtt þróunarverkefni

21 November 2022 00:00

Þann 1. nóvember hóf Ragnar Guðmundsson störf fyrir ÞRÍ í nýju þróunarverkefni sem snýr að því að auka þátttöku barna- og unglinga í þríþraut. 

Ragnar mun vinna fyrir ÞRÍ með þríþrautarfélögunum og fleiri aðilum að þessu verkefni fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar mun móta framtíðarstefnu fyrir unglingaþríþraut á Íslandi og setja upp viðburði og kynningar á þríþraut fyrir þennan aldurshóp í samvinnu við þessa samstarfsaðila. 

Ragnar er íþróttafræðingur frá Deutsche Sporthochschule í Köln og hefur unnið sem íþróttakennari í Danmörku í mörg ár. Hann er að ljúka námi í verkefnastjórnun og hefur stofnað sitt eigin fyritæki  sem kallast OptimizaR og sérhæfir sig í mjólkusýru prófum. Ragnar keppti á Ólympíuleikunum í sundi ári 1988 og setti þar Íslandsmet í 1500m sundi sem stóð í 24 ár en hann setti auk þessa fjölda annara Íslandsmeta á sínum sundferli. Ragnar hefur keppt í hlaupum, sundi og  þríþraut síðustu ár með mjög góðum árangri og þekkir því íþróttina vel. Ragnar starfaði sem afreksþjálfari í sundi í Danmörku í yfir 20 ár og starfaði lengi fyrir danska sundsambandið. Ragnar hefur verði að vinna í þróunarverkefni fyrir Sundsamband Íslands frá 2018 og þekkir stöðu íþróttamála hérlendis mjög vel.

Við bjóðum Ragnar hjartanlega velkominn til starfa.


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 21. November 2022 kl: 11:59 af Hákon Hrafn Sigurðsson