Sara og Sigurður Íslandsmeistarar í ofursprettþraut

Sara og Sigurður Íslandsmeistarar í ofursprettþraut

26 August 2023 12:00

Íslandsmótið í ofursprettþraut fór fram í morgun í og við Vatnaveröld í Reykjanesbæ

Aðstæður voru nokkuð krefjandi en brautin var blaut og töluverður vindur. Mótið var jafnframt síðasta stigamótið í bikarkeppni sumarsins. Þessi keppni hefur farið fram á sömu braut síðan 2011 þar sem vegalengdin er 400m sund, 10km hjól (4 hringir) og 2,5km hlaup. Í kvennaflokki varð Sara Árnadóttir úr ÆgiÍslandsmeistari á tímanum 39:13, í öðru sæti á tímanum 40:28 varð Brynja Dögg Sigurpálsdóttir en hún er einnig úr Ægi. Í þriðja sæti varð Anna Kristjana Vilhjálmsdóttir úr Breiðabliki á tímanum. 47:30. Í karlaflokki varð Sigurður Örn Ragnarsson Íslandsmeistari á tímanum 31:21, Stefán Karl Sævarsson varð annar á tímanum 32:15 og þriðji varð Bjarni Jakob Gunnarson á tímanum 32:59 en þeir keppa allir fyrir Breiðablik. Íbyrjendaflokki sigruðu Elísabet Einarsdóttir og Arnar Páll Gíslason. Kvennalið Ægis og karlalið Breiðabliks sigruðu stigakeppnina og Ægir vann samanlagða stigakeppni með 266 stigum á móti 260 stigum Breiðabliks. Nánari úrslit eru hér: https://timataka.net/sprettthraut2023/

Endanleg úrslit í bikarkeppni sumarsins eru eftirfarandi:

Kvennaflokkur
1. Sara Árnadóttir, Ægir 240
2. Ewa Przybyla, Breiðablik 116
3. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Ægir 140

Karlaflokkur
1. Sigurður Örn Ragnarsson, Breiðablik 250
2. Bjarni Jakob Gunnarsson, Breiðablik 202
3. Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik 156

Ægir sigraði stigakeppni félaga, Breiðablik varð í öðru sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í þriðja sæti.


Hákon Hrafn Sigurðsson