23 July 2023 11:00
Fjórða bikarmótið í þríþraut fór fram við Hrafnagil í Eyjafirði í gær við góðar aðstæður.
Keppt var í sprettþraut (750m sund, 20km hjól og 5km hlaup) en brautin var mjög hröð og góðir tímar náðust.
Í kvennaflokki sigraði Sara Árnadóttir á tímanum 70 mínútur og 26 sekúndur. Önnur varð Brynja Dögg Sigurpálsdóttir á tímanum 72 mínúta og 43 sekúndur en þær keppa báðar fyrir Sundfélagið Ægi. Hildur Andrjesdóttir úr UFA varð þriðja á tímanum 74 mínútur og 32 sekúndur.
Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson á tímanum 54 mínútur og 35 sekúndur en það er jafnframt besti tími sem náðst hefur í sprettþraut hérlendis. Bjarni Jakob Gunnarsson varð annar á tímanum 59 mínútur sléttar og Hákon Hrafn Sigurðsson náði 3. sæti á tímanum 60 mínútur og 43 sekúndur en þeir keppa allir fyrir Breiðablik.
Í stigakeppni félaga sigraði Sundfélagið Ægir, Breiðablik varð í 2. sæti og Ungmennafélag Akureyrar í 3. sæti.
Nánari úrslit eru hér: https://timataka.net/nordurljosathrithrautin2023/
Hákon Hrafn Sigurðsson
Síðast breytt þann 23. July 2023 kl: 13:09 af Hákon Hrafn Sigurðsson