Sara og Sigurður sigruðu í 5. bikarkeppni ÞRÍ

Sara og Sigurður sigruðu í 5. bikarkeppni ÞRÍ

12 August 2023 13:00

Fimmta bikarmótið í þríþraut fór fram á Selfossi í dag við frábærar aðstæður.

Fimmta bikarmótið í þríþraut fór fram á Selfossi í dag við frábærar aðstæður. Keppt var í sprettþraut með örlítið styttum vegalengdum (750m sund, 18km hjól og 4,6km hlaup) á flatri braut og góðir tímar náðust. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þríþraut á Selfossi en öll framkvæmd var til fyrirmyndar. 

Í kvennaflokki sigraði Sara Árnadóttir á tímanum 67 mínútur og 4 sekúndur.  Önnur varð Kristín Laufey Steinadóttir einungis 21 sekúndu á eftir Söru en hún hafði örlítið forskot þegar hlaupið byrjaði. Þær keppa báðar fyrir Sundfélagið Ægi. Ewa Przybyla úr Breiðablik varð þriðja á tímanum 71 mínútur og 33 sekúndur. Sara tryggði sér jafnframt bikarmeistaratitil ÞRÍ þrátt fyrir að eitt bikarmót sé eftir.

Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson á tímanum 52 mínútur og 10 sekúndur. Stefán Karl Sævarsson varð annar á tímanum 54 mínútur og 54 sekúndur. Bjarni Jakob Gunnarsson varð þriði á tímanum 56 mínútur og 42 sekúndur en þeir keppa allir fyrir Breiðablik. 

Í byrjendaflokki sigruðu Sif Sumarliðadóttir á tímanum 75 mínútur og 6 sekúndur og Ægir Sigurðsson á tímanum 69 mínútur og 51 sekúnda. 

Breiðablik sigraði stigakeppni karla og Ægir sigraði stigakeppni kvenna og heildarstigakeppnina. 

Nánari úrslit eru hér: https://timataka.net/sprettthraut-selfossi-2023/


Hákon Hrafn Sigurðsson