Sigurður og Sædís sigruðu í 4. bikarkeppni Þríþrautarsambands Íslands.

Sigurður og Sædís sigruðu í 4. bikarkeppni Þríþrautarsambands Íslands.

23 July 2022 15:00

Fjórða bikarmótið í þríþraut fór fram við Hrafnagil í Eyjafirði í dag í veðurblíðu.

Keppt var í sprettþraut (750m sund, 20km hjól og 5km hlaup) en brautin var mjög hröð og góðir tímar náðust.

Í kvennaflokki sigraði Sædís Björk Jónsdóttir á tímanum 71 mínúta og 6 sekúndur.  Önnur varð Sigurlaug Helgadóttir á tímanum 71 mínúta og 45 sekúndur. Helen Ólafsdóttir varð þriðja á tímanum 73 mínútur og 19 sekúndur. Þær keppa allar fyrir sundfélagið Ægi.

Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki en hann kom í mark á tímanum 56 mínútur sléttar. Geir Ómarsson úr Ægi  varð annar á tímanum 61 mínúta og 50 sekúndur og Einar Sigurjónsson, einnig úr Ægi, náði 3. sæti á tímanum 64 mínútur og 15 sekúndur.  

Í byrjendaflokki sigruðu Brynja Dögg Sigurpálsdóttir og Nökkvi Norðfjörð en þau keppa bæði fyrir Ægi.

Í stigakeppni félaga sigraði Sundfélagið Ægir, Breiðablik varð í 2. sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í 3. sæti.

 


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 23. July 2022 kl: 17:46 af Hákon Hrafn Sigurðsson